Yoga – 6000 ára gömul hefð

Saga yogafræðinnar er svo forn að hún er mistri hulin,talið er að yoga sé 6000 ára gömul hefð

Yoga er talið elsta mannræktarkerfi veraldar og miðar að þroskun líkama, hugar og sálar. Orðið Yoga þýðir tenging eða „sameining“ við hinn innri mátt.

Orðið Hatha þýðir, Ha = Sól og Tha = Tungl, og tenging við það að Hatha Yoga kemur jafnvægi á líkamann.

Hatha Yoga samanstekndur m.a. af líkamsæfingum (stöður-asana), siðfræði (yama og niyama) og öndunaræfingum (pranayama). Hatha yoga á að búa til sterkan einstakling andlega og líkamlega sem hefur næmni og hæfileika til einbeitinga og rækta með honum hæfileika til andlegrar iðkunar.

Hatha yoga er m.a. ætlað að losa líkamann við úrgangsefni (toxins ) sem hafa tilhneigingu til að safnast upp í líkamanum og valda eirðarleysi, striðleika og vanheilsu ýmiskonar.

Þegar toxinstig lækkar er líkaminn móttækilegri, andleg næmni eykst, þolinmæði eykst og hugrekki eykst.

Líkami okkar er margslungið furðuverk og allt er samofið hugur, líkami og öndun. Kvilla eins og vöðvabólgu, eymsli, svefnleysi, kvíða, bakvandamál, of hár- eða  lár- blóðþrýstingur, meltingavandamál og aflagaðar líkamsstöður má laga fyrir áhrif Hatha Yoga.

Allir geta stundað Yoga óháð aldri eða líkamlegri getu og það er aldrei of seint að byrja.

Í fyrstu virðast þessi fræði vera ákveðin æfingakerfi – undarlegar stellingar sem grenna líkaman og styrkja, en þegar farið er að stunda yoga að einhverju marki koma aðrir kostir í ljós.

Einstaklingurinn finnur fyrir mikilli breytingu hið innra, skilningur og mat á lífsgæðum breytist með reglulegri ástundun. Smátt og smátt öðlast fólk skilning á innri gerð sinni og þekkingu á sjálfum sér, sem er einmitt meginkjarni yogafræðanna, leitin sem allir stunda meðvitað eða ómeðvitað og leiðir til þroska er hver og einn stefnir að.

Hatha Yoga er fyrir hvern og einn það sem hann leitar að.